Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 147 svör fundust

Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Frá árinu 2000 hafa vísinda- og fræðimenn Háskóla Íslands miðlað vísindum til almennings með aðstoð Vísindavefsins. Aðsókn að vefnum hefur vaxið jafnt og þétt og er Vísindavefurinn nú í...

Nánar

Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?

Elsta heimild fyrir nafninu er Landnámabók (385 og 387) en þar segir að Grímur nam Grímsnes. Ekki er getið föðurnafns hans en hann bjó fyrst í Öndverðarnesi og síðan að Búrfelli. Grímsnes hefur því líklega átt við þann hluta sveitarinnar sem næst liggur ármótum Sogs og Hvítár. Hér sést suðurhlutinn á hinu eiginl...

Nánar

Hvað eru dróttkvæði?

Dróttkvæði er fornnorrænn skáldskapur sem flokkast ekki sem eddukvæði. Saman mynda dróttkvæði og eddukvæði tvær höfuðgreinar fornorræns skáldskapar. Kveðskapur af ýmsu tagi hefur verið spyrtur saman undir hugtakinu dróttkvæði og í fyrsta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er að finna ágæta flokkun Vésteins Ólasonar á ...

Nánar

Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir þjór? Eins og þjórfé? Af hverju heitir það þjórfé þegar maður gefur þjónustufólki pening fyrir góða þjónustu? Fyrri liðurinn í orðinu þjórfé er leiddur af sögninni að þjóra 'drekka áfengi, svalla, slarka’. Eina heimildin sem fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Há...

Nánar

Hvað er ritskýring?

Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...

Nánar

Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir ...

Nánar

Hvað er expressjónismi?

Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna and...

Nánar

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

Nánar

Af hverju melta meltingarfærin ekki sjálf sig um leið og þau melta fæðu?

Þetta er mjög góð spurning, því að líkami okkar er einmitt gerður úr sams konar efnum og eru í fæðu. Bæði magasýra og meltingarensím gætu stuðlað að niðurbroti meltingarfæra, en gera það ekki. Magasýrufrumur í magaslímu, innsta lagi meltingarvegarins, seyta saltsýru (HCl) út í magaholið. Magavökvinn þar getur ...

Nánar

Hvað merkir skírdagur?

Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Í Sögu daganna eftir Árna Björ...

Nánar

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

Nánar

Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson) Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson) Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson) Hvað er ljósið lengi frá sólu til jar...

Nánar

Fleiri niðurstöður